Ferill 665. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 997  —  665. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu kostnaðar vegna ófrjósemi.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Kemur til álita að breyta ákvæðum reglugerðar nr. 1239/2018, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að einstaklingar sem þess þurfa vegna kynstaðfestandi læknismeðferðar njóti sambærilegrar endurgreiðslu og nú er veitt í tengslum við yfirvofandi ófrjósemisvandamál vegna fyrirsjáanlegrar lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings?


Skriflegt svar óskast.